Spotlight

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Drama, Saga/History, Ævisaga/Biography
  • Leikstjóri: Tom McCarthy
  • Ár: 2015
  • Lengd: 128 mín
  • Land: Bandaríkin, Kanada
  • Frumsýnd: 29. Febrúar 2016
  • Tungumál: Enska
  • Aðalhlutverk: Mark Ruffalo, Michael Keaton, Rachel McAdams

Myndin segir frá “Spotlight” liði Boston Globe, elsta dagblaði Bandaríkjanna. Myndin byggir á sögum frá raunverulega Spotlight-liðinu, sem færði dagblaðinu Pulitzer verðlaunin fyrir störf unnin í almannaþágu.Í myndinni leika m.a. Mark Ruffalo, Michael Keaton, Rachel McAdams, John Slattery, Stanley Tucci, Brian d’Arcy James, Liev Schreiber og Billy Crudup. Leikstjóri er Thomas McCarthy og handrit skrifa McCarthy og Josh Singer.

Spotlight hefur fengið frábæra dóma, er með 9,3 í meðaleinkunn á Metacritic frá 43 virtustu gagnrýnendunum, 9,7 í einkunn frá 193 gagnrýnendum á Rotten Tomatoes og 8,3 í einkunn frá tæplega 30 þúsund almennum notendum á Imdb.com. Það gerist varla betra!

Myndin var tilnefnd til þrennra Golden Globe-verðlauna, fyrir handritið, leikstjórnina og sem besta mynd ársins og er nú tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, fyrir bestu klippingu, besta handrit, bestu leikstjórn, besta leik í aðalhlutverkum karla og kvenna og sem besta mynd ársins. MYNDIN  HLAUT ÓSKARSVERÐLAUN FYRIR BESTA FRUMSAMDA HANDRITIÐ OG SEM BESTA KVIKMYND Á ÓSKARSVERÐLAUNUNUM SEM VEITT VORU 28. FEBRÚAR 2016. 

Við gerð myndarinnar var lögð gríðarleg áhersla á að endurskapa bæði útlitið og andrúmsloftið á skrifstofum blaðamannanna á Boston Globe á þeim tíma sem málið kom upp, m.a. með ráðgjöf frá þeim sem skipuðu Spotlight-teymið og leikarar myndarinnar leika, enda sýnir myndin af mikilli nákvæmni hvernig atburðarásin var og hvar hún gerðist.

English

The true story of how the Boston Globe uncovered the massive scandal of child molestation and cover-up within the local Catholic Archdiocese, shaking the entire Catholic Church to its core.

The film is nominated to six Academy Awards 2016. Spotlight, Tom McCarthy’s real-life drama about a team of Boston Globe journalists who expose a ring of paedophile priests, pulled a final reel surprise at the Academy Awards on Sunday night. The film, whose ensemble includes Mark Ruffalo, Michael Keaton and Rachel McAdams, snatched best picture from rival contenders The Revenant and Mad Max: Fury Road in the final minutes of the show. The film won the Oscar for best original screenplay.

Aðrar myndir í sýningu