Strákurinn og heimurinn

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Leikstjóri: Ale Abreu
  • Ár: 2013
  • Lengd: 80
  • Land: Brasilía
  • Aldurshópur: 3 ára +

Cuca er lítill strákur sem býr í fjarlægum heimi, í litlu þorpi, í goðsagnakenndu landi. Faðir hans er að leita að atvinnu og fer með lest í átt að óþekktri borg. Við tekur erfitt tímabil hjá Cuca þar til ferskur vindur brýst í gegn um svefnherbergisgluggann hans, en vindurinn feykir honum á fjarlægar slóðir í heim ævintýranna.

Myndin hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna og sérlegra tilnefninga sem og að hún vann sem besta myndin á Lisboa Animated Film Festival. Hún vann auk þess Cristal verðlaunin á Annecy International Animated Film Festival og vann einnig áhorfendaverðlaun á sömu hátíð.

Fréttir

120 Beats Per Minute er VOD mynd vikunnar!

Rússneskir kvikmyndadagar 2017 / Russian Film Days 2017

THE SQUARE – með enskum texta helgina 15. – 17. september!