Stuttmyndin Anna

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Stuttmynd
  • Leikstjóri: Helga Björg Gylfadóttir
  • Ár: 2014
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 18. Desember 2014
  • Aðalhlutverk: Lilja Birgisdóttir

Anna Karenína í Reykjavík samtímans: Ást, losti, tvíkynhneigð, stjórnmál og stórbrotið landslag koma saman í ÖNNU, stuttmynd eftir Helgu Björgu Gylfadóttir

Texti Marta Sigríður Pétursdóttir

Stuttmyndin ANNA er djörf og áhugaverð aðlögun á einu þekktasta bókmenntaverki allra tíma, Önnu Karenínu. Þrátt fyrir að sagan nái yfir 900 síður þá tekst Helgu Björgu að fanga anda verksins á 15 mínútum. Sögusviðið er fært yfir til Reykjavíkur nútímans, eða nóvember árið 2013. Í myndinni er Anna (Lilja Birgisdóttur) gift Katrínu /Karenín (Vigdís Másdóttir)sem er mennta- og menningarmálaráðherra en Anna er hins vegar ástfangin af leikaranum Veturliða/Vronsky (Arnmundur Ernst Bachman). Óhjákvæmilega setja ástríður Önnu heim hennar á hvolf.

Leikurinn að textanum

Það var mjög mikilvægt fyrir leikstjórann að sýna Önnu í nýju ljósi og forðast að setja hana fram sem einhliða persónu, sem er vitaskuld erfitt í knöppu formi stuttmyndarinnar. Ást og losti, menning og náttúra renna saman í myndinni sem fangar spennuna á milli hins fágaða og hins dýrslega. ,,Mig langaði til þess að leika mér að textanum. Þessi saga hefur verið sögð svo oft, hvað get ég lagt til? Ég las bókina fyrst þegar ég var 22 ára gömul og persónan Anna Karenína talaði beint til mín. Hún minnti mig á mikilvægi þess að taka sínar eigin sjálfstæðu ákvarðanir þrátt fyrir að það stríði gegn áliti annarra. Mig langaði líka til þess að myndin fangaði hvernig líf kvenna er á Íslandi í dag. Svo getur líka verið að mig hafi langað til þess að hafa áhrif á örlög hennar.”

Stefnumót við fulltrúa rússneskrar menningar og trúar á Íslandi

Í ferlinu við gerð myndarinnar fór Helga Björg á fund bæði menningarfulltrúa rússneska sendiráðsins og hitti prest rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Hún mætti bara áhuga og góðvild frá þeim þrátt fyrir tvíkynhneigð Önnu í myndinni. Á þeim tíma sem verið var að gera myndina beindust augu Vesturlanda að mannréttindabrotum gegn samkynhneigðum í Rússlandi þannig að efniviðurinn var nokkuð eldfimur. Fundurinn í sendiráðinu varð hins vegar til þess að Helga Björg breytti handritinu. Senan sem markar hápunkt myndarinnar var breytt frá því að gerast í óperunni yfir í veislu sem fagnar 70 ára afmæli stjórnarsambands Íslands og Rússlands. Það var eins og oft áður að skáldskapur og raunveruleiki sköruðust. Presturinn skaffaði líka nokkra leikmuni til þess að ná fram réttum rússneskum anda, meðal annars sjö bænakerti og eintak af Önnu Karenínu á rússnesku. Það var mjög mikilvægt fyrir Helgu Björgu að myndin innihéldi vísanir til rússneskrar menningar þrátt fyrir að gerast á Íslandi. Þessi könnunarleiðangur um anga og afkima Rússlands á Íslandi var mikill innblástur fyrir leikstjórann sem og samstarf hennar við hjónin Pál Ragnar Pálsson tónskald og hina eistnesku Tui Hirv sópransöngkonu sem einnig kemur fram í myndinni.  Tónlist Páls Ragnars fellur einstaklega vel að myndheimi ÖNNU og undirstrikar hina harmrænu fegurð sögunnar. Tui var einnig mikilvæg uppspretta þekkingar á daglegu lífi í Rússlandi sem og tungumálinu og kom með góðar uppástungur. Hilda (Milla Snorrason) sem sá um búningana leitaðist einnig við að koma til skila rússneskum áhrifum. ,,Verkefnið öðlaðist sjálstætt líf að mörgu leyti, það eru svo margir sem eiga í myndinni. – Mitt hlutverk var að leyfa því að gerast. Mig langaði til þess að fanga andann eða kjarnann í sögunni og miðla honum.”

 Það verður sérstök hátíðarsýning á ÖNNU í Bíó Paradís þann 18. Desember kl 18

Facebook.com/ANNAakaAHHA

FRÍTT ER INN Á MYNDINA

English

Contemporary Anna Karenina set in Iceland: love, lust, bisexuality, politics and majestic landscapes all merge in ANNA a debut short film by artist and film maker Helga Björg Gylfadóttir.

Text Marta Sigríður Pétursdóttir

Short film ANNA is a bold and intriguing take on one of the most canonical and popular novels of all time, Anna Karenina. Given the fact that it is a tome of some 900 pages, Helga Björg skilfully manages to extract the essence of the novel into a 15 min long short film with very sparse dialogue.  The setting is moved from late 19th century Russia to November 2013 in Iceland to be precise. In Helga Björg’s film Anna (played by artist Lilja Birgisdóttir)is married to Katrín/Karenin (Vigdís Másdóttir), the minister of culture in Iceland but is madly in love with actor Veturliði/Vronsky (Arnmundur Ernst Bachman). Inevitably Anna’s passion puts a tragic sequence of events into motion and her world is thrown into chaos.

Messing with traditions

For Helga it was important to portray Anna as a character that defies any strict categorization. Anna emerges as a complex and somewhat dark character. In the film there is a defiance of any kind of duality between love and lust, nature and culture. ANNA captures the tension of when the raw meets the refined and explores the wounds and beauty of love. “I wanted to mess with the text a bit, it is story that has been retold so many times. I asked myself, how can I make this old book fresh? I first read the book when I was 22 and Anna Karenina, the character, spoke directly to me. She reminded me how important it is to make your own independent decisions even if it means going against the grain. I also wanted the film to be a commentary on what it is like to be a woman in Iceland today. Maybe I also had this desire to rewrite her fate.”

Encounters with envoys of Russian culture and religion in Iceland

The film making process led Helga to meet with the envoy of cultural affairs at the Russian embassy in Iceland and also the priest in the Russian Orthodox Church in Iceland. She was only met with positivity and interest from these representatives despite the potentially flammable sexual politics embedded in the script that she read aloud to them. During the time Helga was making the film the Western media’s eye was of course turned to Russia because of the looming Winter Olympics in Sochi and the rampant homophobia and abuse directed at gays in Russia. However her encounter at the embassy led her to change the script. The most pivotal scene of the film was supposed to happen at the opera but was changed to that of a ceremony celebrating the 70th anniversary of Icelandic and Russian diplomatic relations. So in many ways there was an overlap between reality and fiction, with many strange little incidents and coincidences happening along the way. The priest also provided Helga with various objects for props, including seven prayer candles and a copy of Anna Karenina in Russian.

It was very important that the film, despite being set in Iceland, would retain a strong feel for Russian culture.  The exploration of Russian life in Iceland proved to be a big inspiration for Helga but also her collaboration on the film with composer Páll Ragnar Pálsson and his wife, Estonian soprano singer, Tui Hirv. Páll’s music provides the main score of the film whose haunting soundscapes perfectly fit its world. Tui was also an important source of knowledge on mannerisms and everyday life in Russia and the Russian language. The styling of the film was in the hands of designer Hilda (Milla Snorrason) who also strove to capture through costumes and hair the Russian spirit. “In many ways the project took on a life of it’s own during the whole process with different people contributing to it – I think it was my role to allow it to happen. I wanted to find the essence or spirit of the book and convey it.”

There will be a special free screening  of ANNA at Bíó Paradís on the 18th of December at 6 pm.

Facebook.com/ANNAakaAHHA

Aðrar myndir í sýningu