Stuttmyndir fyrir 7-11 ára

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Lengd: 67 mín
  • Aldurshópur: 7-12 ára

Fallegar, fyndnar, skemmtilegar og hugljúfar stuttmyndir fyrir eldri krakkana, 7 til 11 ára!

 

Skrímslabaninn (íslenska / 5 mín)

Árið er 2038. Jöklar heimsins hafa bráðnað og landið er skorið í eyjar. Undan jöklunum skriðu þjóðsagnarverur og óvættir. Í þessum veðraða heimi býr hin unga og ólíklega hetja Ormhildur. Hún bjargar deginum þegar hún fellir næturtröll og leysir úr læðingi sína eigin galdratöfra.

Tíu fingur upp til guðs / Ama’r Halshug (danska með íslenskum texta / 15 mín)

Hanna og bróðir hennar Jens eru bestu vinir en þau ganga í gegnum erfiðan missi þegar stóri bróðir þeirra sem býr í stórborginni leiðist út í eiturlyf og fellur frá. Heimur Hönnu snýst á hvolf, mamma þeirra verður fjarræn og Hanna hefur áhyggjur af því að Jens ætli að feta í fótspor bróður þeirra. Sjá nánar hér: 

Uppruni mannfólks / Origin of man (norska með enskum texta / 13 mín)

Ung stúlka lætur hugann reika og veltir fyrir sér upphafi mannkynsins – á annarri plánetu! Sú pláneta var ferkönntuð og sæskrímsli leituðu upp á land, en geimverurnar létu sig dreyma um að flytja til jarðarinnar.

Vanda / Wanda (ekkert tal / 13 mín)

Vanda er orðin þreytt á hrekkjalómum í skólanum og foreldrum sem rífast heima, en hún sleppur inn í heim ímyndunarinnar þar sem hún á góða að. Brátt fara ímynduðu vinirnir að veita henni hjálparhönd í raunheimum þegar þörf er á.

Dalía (íslenska / 16 mín)
Ólafur eyðir helginni hjá pabba sínum í sveitinni og hjálpar til við verkin, en neyðist til þess að læra um dauðann þegar þeir finna illa meidda meri sem flækst hefur í vír. En gott spjall um erfiða hluti hefur góð áhrif á samband feðganna.

Aðrar myndir í sýningu