Stuttmyndir I (3-7 ára)

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Lengd: 48
  • Aldurshópur: Allur aldur

Bráðsniðugar stuttmyndir fyrir þá allra yngstu, myndirnar eru ekki með tali og fjalla um allt milli himins og jarðar, heimsóknir, límonaði, tindósir, heppni, gríska goðafræði og fleira. Myndirnar eru sýndar í samstarfi við Alþjóðlegu barna- og unglingakvikmyndahátíðina Zlín í Tékklandi.

Myndirnar eru eftirfarandi:

Mythopolis (11 mín)
Leikstjóri: Alexandra Hetmerová – Tékkland

Áhugaverðir karakterar úr grískri goðafræði á borð við Medúsu og Mínotár reyna að leysa vandamál sín í nútíma heimi.

You Are so Lucky (6 mín)
Leikstjóri: Zuzana Brachaczková – Tékkland

Gamansöm saga um hænu sem er orðin leið á lífinu. Afhverju getur hún ekki verið hundur og átt auðveldara líf? Hvað gerist þegar tvær barnalegar verur skipta um hlutverk? 

A Tin Can (6 mín)
Leikstjóri: Tatiana Kiseleva – Rússland

Bráðfyndinn söngleikur sem fjallar um lítil kraftaverk og óvænta gleði í lífinu. Gleðin getur orsakast af litlum hlutum eins og tómri tindollu af niðursoðinni mjólk, sem gleymdist þegar sovíeskir geimfarar gleymdu sér og hún féll til jarðar fyrir slysni. 

Lemonade Tale (9 mín)
Leikstjóri: Vallo Toomla – Eistland

Lítill strákur fer í verslunarferð með mömmu sinni. Hann vill fá gos og límonaði en móðir hans neitar að kaupa það handa honum. Hann stelst til þess að ná sér í flösku úr einni hillunni en endar á að sogast inn í flöskuna, svamlandi um í dökkgrænum sjó. Hann getur ekki bjargað sér aftur í hinn raunverulega heim, en sem betur fer finnur hann vin sem getur bjargað honum.

Miriam’s Kite (5 mín)
Leikstjóri: Riho Unt – Eistland

Þetta er saga um hænu, stelpuna Miriam og flugdreka. Miriam sannfærir litla bróður sinn til þess að vera með í flugdrekaleik, en flugdrekinn tekur óvænta stefnu með litla drenginn og flýgur upp í tré. Miriam og hænan verða bregðast skjótt við þessu og vinna saman til að leysa vandann. 

Visit (4 mín)
Leikstjóri: Mengyi Xu – Bandaríkin

Myndin fjallar um valið á milli drauma og fólksins sem þér þykir vænt um. Hún fjallar um stjörnu sem hrapar af himninum og hittir krakka sem er hræddur við myrkrið. 

Marionette (7 mín)
Leikstjórar: Amir Porat, Assaf Karass – Ísrael 

Strákur sem er hræddur við að fara út úr húsi fær strengjabrúðu sem pabbi hans smíðaði handa honum. Hann stjórnar brúðunni af þaki hússins og þannig sigrast hann á ótta sínum við að fara út fyrir hússins dyr.

Aðrar myndir í sýningu