Stuttmyndir II (3-7 ára)

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Stuttmynd
  • Lengd: 46
  • Aldurshópur: Allur aldur

Fjölbreytt úrval alþjóðlegra verðlaunastuttmynda, en umfjöllunarefni þeirra eru þemu á borð við vináttuna, erfiðleika við að falla í kramið og mikilvægi þess að leika sér þar sem sveppaskrímsli, kanínur og kringlóttir vinir koma við sögu.

Eftirfarandi myndir eru í pakkanum:

Peter Pix, 6 myndir (12 mín) – Danmörk
Leikstjóri: Trine Heller Jensen

Á yfirborðinu er Peter Pix ósköp venjulegur maður, en á heimavelli sínum er hann í sífelldri baráttu við að gera heimili sitt friðsamlegt. Ekki einu sinni eggið sem hann borðar í morgunmat vill hlýða honum. Sex sögur af þessum áhugaverða karakter.

I Am Round (14 mín)
Leikstjóri: Mario Adamson – Svíþjóð

Mathilda fæddist kringlótt. Ólíkt öðrum getur hún ekki orðið kassalaga. Hún er utanveltu þegar hún elst upp, með eingöngu mánann til þess hugga sig þegar lífið er erfitt. Þegar hún vex úr grasi, reynir hún að aðlagast kassalaga viðmiðum. Hún vinnur í fremur leiðigjarnri vinnu frá níu til fimm en hittir einn daginn Alex, sem er alveg eins og hún. Verðlaunastuttmynd eftir sænska leikstjórann Mario Adamson.

Trucks and Meatballs (7 mín)
Leikstjóri: Johan Hagelbäck – Svíþjóð

Myndin fjallar um að falla í kramið, það að vekja athygli og að hugga litlar og leiðar kjötbollur. Skiptir útlit og litur máli? En eftir allt saman skiptir mestu máli að leika sér saman.

Booo (7 mín)
Leikstjóri: Alicja Björk Jaworski – Svíþjóð

Hin einmana en glaða kanína Booo hittir þrjá kanínuvini sína. Þær eru allar afar þornar og gera ýmsilegt kjánalegt. En Booo er ekki eins og þær og er aðhlátursefni. En þegar þær lenda í hremmingum við hund þá stígur Booo fram og bjargar málunum. 

Mushroom Monster (6 mín)
Leikstjóri: Aleksander Nordaas – Noregur 

Ef þú værir lítið og hárugt sveppaskrímsli, hversu langt myndir þú ganga til þess að koma þófum þínum á stærsta svepp í heimi?

Aðrar myndir í sýningu