Stuttmyndir – miðstig (8-12 ára)

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Lengd: 54
  • Aldurshópur: 8 ára +

Þrjár ólíkar en stórkostlegar stuttmyndir eru sýndar saman, Helium sem vann Óskarsverðlaun sem besta stuttmyndin 2014, The Dam Keeper sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2015 og Karamellumyndin, stuttmynd ársins 2003 á Edduverðlaunahátíðinni.

Helium (23 mín)
Leikstjóri: Anders Walter – Danmörk

Hinn ungi Alfreð er dauðvona, en hann upplifir töfrandi ævintýraheim þegar hann hlustar á sögur af Helium sem húsvörður sjúkrahússins segir honum frá. Hann öðlast gleði og ánægju lífsins í gegn um þessar sögur og á sér sinn stað sem er víðsfjarri daglegri tilveru.

Myndin vann Óskarsverðlaunin árið 2014 sem besta stuttmyndin ásamt því að hún hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Myndin er sýnd með íslenskum texta.

The Dam Keeper (18 mín)
Leikstjórar: Robert Kondo, Daisuke ‘Dice’ Tsutsumi – Bandaríkin

Ungt svín sinnir því mikilvæga starfi að stýra vatnsmyllu til að halda loftinu í bænum hreinu. Bæjarbúar virðast ekki taka sérstaklega eftir því hversu mikilvægt starf svínsins er en svíninu er einnig strítt í skólanum og er því afar einmana. Þegar nýr nemandi kemur í skólann, refurinn, breytist tilvera svínsins svo um munar.

Kvikmyndin er gerð úr yfir 8.000 hreyfimyndum, þar sem blandað er saman hefðbundnum handteiknuðum kvikum (animation) með mikilfenglegum pensilstrokum, málarastíl sem er færður til lífsins í þessari mögnuðu mynd. Danski leikarinn Lars Mikkelsen, sem er einna þekktastur er fyrir hlutverk sitt í Forbrydelsen og Sherlock sem sýndur var á BBC, er sögumaður myndarinnar. Leikstjórarnir sem unnu saman í fyrsta sinn að þessari kvikmynd, eru þekktastir fyrir kvikmyndir á borð við Ice Age, Ratatouille, Monster University og Toy Story 3.

The Dam Keeper var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Berlinale 2014 þar sem hún var í keppnisflokki sem besta stuttmyndin en hún var einnig tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta hreyfistuttmyndin (best animated short) 2015.

Karamellumyndin (13 mín)  – Ísland
Leikstjóri: Gunnar B. Guðmundsson

Karamellumyndin segir frá lögreglumanni og aðstoðarkonu hans sem reyna að upplýsa röð dularfullra glæpa, sem virðast tengjast með óbeinum hætti þar sem við hvern vettvang glæpanna finna þau karamellubréf. Slóðin leiðir á endanum til Karamellubúðar í nágreninnu en ekki er allt sem sýnist.

Myndin vann Edduverðlaunin 2003 sem stuttmynd ársins, en hlaut auk þess fjórar aðrar tilnefndingar fyrir leikstjórn, handrit, brellur og leikmynd ársins.

Aðrar myndir í sýningu