Stuttmyndir – Unglingar (13 ára +)

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Lengd: 65
  • Aldurshópur: 13 ára +

Þessar þrjár verðlaunastuttmyndir fyrir unglinga fjalla um viðfangsefni á borð við átröskun, fjölskyldutengsl, sjálfstæði, fantasíu og vináttuna. Gaman, drama og ævintýri beint í æð!

Stuttmyndirnar eru:

Weekend Dad (26 mín)
Leikstjóri: Johan Stahl Winthereik – Danmörk

Hér er á ferðinni dramatísk gamanmynd um hin ofursnjalla dreng Sune sem er neyddur til þess að fara með föður sínum í ferð um sænskt skóglendi. Faðir og sonur týna hvorum öðrum í ferð sem átti upphaflega að færa þá nær hvorum öðrum. Sune er hins vegar ekki einn á ferð þar sem besti vinur hans kom með í ferðina en þeir félagar rekast á Hasse, einn eftirlýstasta bankaræningja Svíþjóðar. Ferðin snýst því um að finna hvorn annan og það að lifa ferðalagið af.

Eating Lunch (13 mín)
Leikstjóri: Sanna Lenken – Svíþjóð

Hin 15 ára Klara er í þann mund að borða hádegisverð ásamt fjórum öðrum ungmennum á miðstöð fyrir unglinga sem þjást af átröskunum undir styrkri leiðsögn hjúkrunarfræðinga. Þau hafa hálftíma til þess að klára að borða.

Myndin er í leikstjórn Sanna Lenken sem mun mæta á hátíðina með mynd sína Litla systir mín sem jafnframt er fyrsta mynd hennar í fullri lengd.

Anouar and the Moon (25 mín)
Leikstjóri: Michiel van Jaarsveld – Holland

Mamma Anouar eyðir öllum tíma sínum í rúminu, þannig að hann ákveður að gleðja litlu systur sína með því að fanga tunglið. Stórkostleg mynd sem dansar á mörkum raunveruleikans og fantasíu.

Aðrar myndir í sýningu