Sumarlok // End of Summer

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary, Stuttmynd, Drama
  • Leikstjóri: Jóhann Jóhannsson
  • Ár: 2014
  • Lengd: 29 mín
  • Land: Ísland, Danmörk

Á eftir sýningunni á Sumarlok þann 19. febrúar kl. 18:00 mun Jóhann Jóhannsson bjóða upp á listamannaspjall með áhorfendum.

SUMARLOK er tilraunakennd stuttmynd eftir íslenska tónskáldið og Golden Globe verðlaunahafann Jóhann Jóhannson. Myndin er dáleiðandi og lágstemmdur könnunarleiðangur um berangurslegt landslag eyjunnar Suður Georgíu og Suðurskautlandsins undir sumarlok. Myndin er skotin á svarthvíta súper 8 filmu og samanstendur af mestu leyti af kyrrstæðum römmum sem teknir voru upp yfir tuttugu daga tímabil þar sem hinir löngu sumardagar í Suðurskautinu taka að styttast. Jóhann byggði myndina á heimspekilegri kenningu Timothy Morton um „myrka vistfræði“, þar sem gamlar hugmyndir um náttúruna sem viðfang fegurðar og forréttinda fyrir mannskepnuna eru véfengdar. Seiðmögnuð kvikmyndatónlist Jóhanns spilar lykilhlutverk í myndinni en hún er samsetning vettvangshljóða sem hann safnaði í kvikmyndatökuferlinu, sellótóna og radda. Án sögumannsraddar reiðir þessi hrífandi framúrstefnumynd sig á sláandi myndskeið og tónlist við kortlagningu á landslagi þessa viðkvæma svæðis.

Jóhann Jóhannsson er tónskáld og kvikmyndagerðarmaður frá Íslandi. Hann er stofnmeðlimur hljómsveitarinnar Apparat Organ Quartet sem hefur átt miklum vinsældum að fagna um heim allan. Hann sagði skilið við hljómsveitina árið 2012 til að einbeita sér að sólóferli sínum. Jóhann hefur látið mest að sér kveða í gerð kvikmyndatónlistar en hann hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda, jafnt alþjóðlegar og Hollywood framleiðslur. Árið 2014 hlaut hann Golden Globe verðlaun, auk tilnefninga til Óskars-, Grammy og BAFTA-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni THE THEORY OF EVERYTHING. SUMARLOK er hans fyrsta kvikmynd en hann leikstýrir, framleiðir, klippir og stýrir kvikmyndatöku myndarinnar, auk þess að semja tónlistina.

English

After the screening of End of Summer on February 19th at 18:00 Jóhann Jóhannsson will present a special Artist talk with the audience.

END OF SUMMER is an experimental film by the Icelandic composer Jóhann Jóhannsson. The film is a hypnotic and slow-burning journey through the austere landscapes of the island of South Georgia and the Antarctic Peninsula. Shot on black and white super 8 film as series of mostly static tableaux over a period of 20 days during the waning days of the Antarctic Summer, the film is a startling look at life at the edge of the world. The film is informed by the philosopher Timothy Morton and his idea of “dark ecology” – in which the old ideas of nature as an object of beauty and the privileging of the human is disputed. Jóhann’s mesmerizing film score plays a leading role, blending cello and voices with Jóhann’s field recordings from the voyage. Without narration this compelling avant-garde film maps and explores the terrain of an increasingly fragile region through striking images and music.

Jóhann Jóhannsson is a composer and filmmaker from Iceland. He is a founding member of the band Apparat Organ Quartet which has released two albums and preformed all over the world. In 2012 he left the band to concentrate on his solo career. He has since composed scores for a number of films, both international and Hollywood productions. In 2014 he was awarded the Golden Globe for Best Original Score and nominated for a BAFTA, Oscar and a Grammy award for his composition for James Marsh’s THE THEORY OF EVERYTHING. END OF SUMMER is his first filmmaking venture and he directs, produces, shoots, edits and composes the music for the film.

Aðrar myndir í sýningu