Sweet Dreams

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Leikstjóri: Lisa Fruchtman, Rob Fruchtman
  • Ár: 2012
  • Lengd: 89 mín
  • Frumsýnd: 10. Apríl 2015

Árleg minningarathöfn þjóðarmorðsins í Rúanda 1994, einnig þekkt sem Kwibuka-21, fer fram í vikunni í kringum 7. apríl. Að því tilefni verður heimildamyndin Sweet Dreams sýnd á Reykjavík Shorts & Docs hátíðinni en myndin fjallar um kjark kvenna í Rúanda og baráttuvilja þeirra til að gera samfélag sitt betra eftir fjöldamorðin í landinu árið 1994. Með fyrirgefninguna að leiðarljósi stofna þær trommarahóp eingöngu fyrir konur og síðar meir fyrstu ísbúðina í Rúanda. Útkoman er einstök og leikstjórar myndarinnar, Lisa og Rob Fruchtman varpa nýju ljósi á stöðuna í Rúanda og þá framtíð sem íbúar landsins eru að byggja sér. Lisa verður gestur Reykjavík Shorts & Docs hátíðarinnar og mun svara spurningum áhorfenda að loknum sýningum.

Sýningarnar á Sweet Dreams er í samstarfi við Kigali Kaffi og á báðum sýningum verður boðið upp á Rúanda kaffi frá Kigali Kaffi fyrir sýninguna og ís frá Emmess ís á eftir.
Bíógestir eru einnig boðnir velkomnir á Kigali Kaffi og skrifa í gestabók til að heiðra saklaus fórnarlömb þjóðarmorðsins, frá þriðjudeginum 7. apríl til fimmtudags 9. apríl. Opið er frá 10 til 6.

English

Ingoma Nshya, Rwanda’s first and only women’s drum troupe, brings together women from both sides of the 1994 genocide in which close to a million people were killed. When the troupe decides to open Rwanda’s very first ice cream shop, this spirited film reveals a surprising and joyful tale of courage and hope in the face of the unthinkable.

Aðrar myndir í sýningu