Háskaför barna yfir landamæri í leit að skjóli í desember 1942 en við fylgjumst með systkinunum Gerðu (10 ára) og Ottó (13 ára) sem uppgvöta tvö börn af gyðingaættum í kjallaranum á heimili sínu.
Við tekur háskleg för fjórmenningana yfir landamæri til Svíþjóðar. Myndin er sýnd með íslenskum texta.
Kvikmyndin hefur hlotið fjölda verðlauna, sem besta barnakvikmyndin í Noregi árið 2020 og áhorfendaverðlaun unga fólksins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2021 en þar sátu 3600 börn frá 38 löndum í dómnefnd.