The Dark Crystal

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Ævintýri/Adventure, Fantasía/Fantasy, Fjölskyldumynd/Family movie
  • Leikstjóri: Jim Henson, Frank Oz
  • Handritshöfundur: David Odell (screenplay) | Jim Henson (story)
  • Ár: 1982
  • Lengd: 93 mín
  • Land: Bandaríkin, Bretland
  • Frumsýnd: 14. Apríl 2019
  • Tungumál: Enska / English - No subtitles
  • Aðalhlutverk: Jim Henson, Kathryn Mullen, Frank Oz, Dave Goelz, Steve Whitmire

Myndin gerist á plánetunni Thra og fjallar um gelflinginn Jen sem er í leiðangri en hann þarf að finna brot úr kristal til að bjarga heiminum. Á leið hans hittir hann fyrir alls kyns kynjaverur, lendir í miklum ævintýrum og nýtur aðstoðar gelflingsins Kira og vinalega skrímslisins Fizzgig.

Myndin sem kom út árið 1982 á fastan aðdáendahóp og er ein ástsælasta kvikmynd úr smiðju Jim Henson heitins. Um er að ræða brúðumynd úr smiðju mannsins sem skapaði hina ógleymanlegu Prúðuleikara, eða The Muppets sem flestir þekkja. Henson lagði mikla vinnu í The Dark Crystal og tók það 6 ár að ljúka gerð myndarinnar. Sjálfur talaði Henson um að þessi stórbrotna kvikmynd væri listaverk í hans huga en brúðurnar, umhverfið og öll smáatriðin í myndinni sýna greinilega hversu mikil vinna var lögð í hvert eitt og einasta atriði.

Myndin er sýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2019 á ensku en án texta! 

English

In another time, the Dark Crystal – a source of balance and truth in the universe – was shattered, dividing the world into two factions: the wicked Skeksis and the peaceful Mystics. Now, as the convergence of the three suns approaches, the crystal must be healed, or darkness will reign forever.

It’s up to Jen – one of the last of his race – to fulfil the prophecy that a Gelfling will return the missing shard to the crystal and destroy the Skeksis’ evil empire. But will young Jen’s courage be any match for the unknown dangers that await him?

A GREAT CLASSIC screened during Reykjavík International Children´s Film Festival 2019 in English but without subtitles.

Aðrar myndir í sýningu