The Look of Silence

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Joshua Oppenheimer
  • Ár: 2015
  • Lengd: 103 mín
  • Land: Danmörk, Indónesía
  • Frumsýnd: 7. Mars 2016
  • Tungumál: Indónesíska með íslenskum texta
  • Aðalhlutverk: Adi Rukun, M.Y. Basrun, Amir Hasan

The Look of Silence er framhald einnar mögnuðustu heimildarmyndar 21. aldarinnar, The Act of Killing. Í fyrri myndinni beindi leikstjórinn Joshua Oppenheimer sjónum sínum að málaliðum sem lýsa því í smáatriðum hvernig þeir murkuðu lífið úr fjölda fólks á sjöunda áratugnum í skiplagðri útrýmingu indónesískra stjórnvalda á meintum kommúnistum.

Í þessari mynd eru fórnarlömb morðanna í forgrunni. Aðalpersóna myndarinnar er sjóntækjafræðingurinn Adi sem ákveður að gera upp fortíðina við málaliðana sem myrtu bróður hans í hreinsununum. Adi ferðast til nærliggjandi þorpa þar sem morðingjarnir lifa í vellystingum og framkvæmir á þeim sjónpróf sem umbreytast í nokkurs konar yfirheyrslur um upplifun þeirra af vargöldinni. Vitnisburðir ódæðismannanna eru á tíðum vægast sagt andstyggilegir. Meistaralega unnin heimildarmynd sem gefur fyrri myndinni ekkert eftir.

Myndin var m.a. framleidd af Werner Herzog og var tilnefnd sem besta heimildamyndin á Óskarsverðlaununum 2016.

English

The Look of Silence is a follow-up to one of the most powerful documentaries of the 21. century, The Act of Killing. There director Joshua Oppenheimer took a surreal look at the government-sanctioned mass murder of “communists” in 1960s Indonesia through the eyes of the former paramilitaries who performed the killings. Here Oppenheimer focuses on the victims’ perspective.

The film’s central figure is Adi, a village optometrist whose brother fell at the hands of paramilitaries during the purges. He travels to nearby villages where the killers live in luxury to conduct eye exams on them. During the examinations he questions them about their memories and motives and the perpetrators’ responses more often than not send a chill though one’s spine. Exquisitely crafted and morally complex, this film is a guaranteed must-see.

It was executive produced by Werner Herzog, Errol Morris, and Andre Singer. It was nominated for the Academy Award for Best Documentary Feature.

Aðrar myndir í sýningu