Nýjasta kvikmynd hins nafntogaðasta kvikmyndagerðarmanns Finnlands, Aki Kaurismäki. Wikström er farandsölumaður og pókerspilari sem ákveður að kaupa niðurníddan veitingastað. Á sama tíma er sýrlenski flóttamaðurinn Khaled á leið til Finnlands. Hann fær vinnu á veitingahúsi Wikström og óvenjulegur vinskapur tekst með þeim.
The Other Side of Hope hlaut Silfurbjörninn á nýafstaðinni kvikmyndahátíð Berlinale fyrir bestu leikstjórn. Sýnd í ágúst 2017 með enskum texta.
Kvikmyndin er sú önnur í röðinni í hafnarborgatríólógíunni, en fyrsta myndin Le Havre kom út árið 2011. Kaurismäki er einn þekktasti leikstjóri Evrópu en hann vakti fyrst athygli árið 1989 þegar hann gerði kvikmyndina Leningrad Cowboys Go America. Hann er þó trúlega frægastur fyrir kvikmyndina The Man Without a Past frá árinu 2002. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna en Kaurismäki neitaði að mæta á afhendinguna í mótmælaskyni við stríðsbrölt Bandaríkjastjórnar.
English
Aki Kaurismaki won the Berlin International Film Festival’s 2017 Silver Bear for best director for The Other Side of Hope, a dramedy that finds the humanity, and humor, in the European refugee crisis.
Screened in August 2017 with English subtitles.