The Punk Syndrome

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Jukka Kärkkäinen, Jani-Petteri Passi
  • Ár: 2012
  • Lengd: 85
  • Land: Finnland
  • Tungumál: Finnska

The Punk Syndrome fjallar um finnsku pönkhljómsveitina „Pertti Kurikan Nimipäivät“. Hljómsveitarmeðlimirnir, sem allir eru þroskahamlaðir, leika tónlist með stolti og stæl. Leikstjórarnir Jukka Kärkkäinen og J-P Passi fylgja þeim á ferð þeirra úr æfingaaðstöðunni inn í kastljósið og á tónleikasvið á tónlistarhátíðum. Við sjáum þá slást, verða ástfangna og fylgjumst með löngum dögum í hljóðveri. Þetta er kvikmynd um inntak pönksins, saga um öðruvísi fólk sem rís upp gegn ríkjandi stefnu. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna m.a. Jussi verðlaunin, sem besta heimildamyndin á Prix Europa auk þess sem hún var tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2012.

Meðlimir hljómsveitarinnar keppa fyrir hönd Finnlands í komandi Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva 2015.

Myndin er sýnd á Hringferð Bíó Paradísar og Evrópustofu dagana 15-26 maí sem unnin er í samstarfi við Northby Northwest – Films on the Fringe. Ókeypis er inn á sýningarnar. The Punk Syndrome verður sýnd á Akranesi þann 19. maí kl. 18:00 í Bíóhöllinni Akranesi og á Ísafirði í Ísafjarðarbíó þann 21. maí kl. 18:00.

Kvikmyndafræðingurinn Oddný Sen mun bjóða upp á kvikmyndafræðslu á undan myndinni.

Myndin er sýnd með íslenskum texta. Leyfð öllum aldurshópum.

Aðrar myndir í sýningu