NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

The Rocky Horror Picture Show: Sing-Along

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Tegund: Söngleikur/Musical, Grín/Comedy
  • Leikstjóri: Jim Sharman
  • Handritshöfundur: Richard O'Brien (original musical play) (screenplay) | Jim Sharman (screenplay)
  • Ár: 1975
  • Lengd: 100 mín
  • Land: Bretland, Bandaríkin
  • Frumsýnd: 25. Október 2019
  • Tungumál: Enska / English
  • Aðalhlutverk: Tim Curry, Susan Sarandon, Barry Bostwick, Richard O'Brien

Ekki missa af klikkaðri SING-ALONG Partísýningu á THE ROCKY HORROR PICTURE SHOW  föstudaginn 25. október kl.20:00 þar sem þú getur sungið með hástöfum íklædd/ur búning eður ei – ALLT ER LEYFT!!!

Athugið að myndin er á ensku og sýnd með íslenskum texta – en þú getur samt sungið með þar sem enginn texti verður undir þegar söngaatriðin eru. Eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

***************************************************************************************************************************

Aðdáendur kvikmyndarinnar Rocky Horror Picture Show ættu að dusta rykið af korselettunum, snyrta hárkollurnar og herða hnútana á svipunum. Rocky Horror Picture Show er einhver þekktasta „költmynd“ allra tíma, harðir aðdáendur flykkjast víða um heim á sýningar á henni og þá margir hverjir klæddir í gervi söguhetjanna, Frank ‘N’ Furter, Rocky og félaga. Myndin er frá árinu 1975 og byggist á samnefndum söngleik eftir Richard O’Brien.

Tim Curry fer hamförum sem klæðskiptingurinn Frank en auk hans leika í myndinni Susan Sarandon og Barry Bostwick. Þá bregður Meatloaf fyrir í hlutverki hins snarruglaða Eddie. Í myndinni segir af huggulegu pari, Brad og Janet, sem þarf að leita aðstoðar íbúa drungalegs kastala þegar springur á bifreið þeirra og enginn finnst tjakkurinn. Húsráðandi reynist vera kynóður vísindamaður og klæðskiptingur og reynist dvöl þeirra í kastalanum nokkuð ævintýraleg.

English

Don’t miss out on an awesome SING-ALONG PARTY Screening of THE ROCKY HORROR PICTURE SHOW on Friday October 25th at 20:00 where you can sing as loudly as possible wearing a costume or not – ALL IS ALLOWED!!!

Please note that the movie will be screened in English with Icelandic subtitles – but you can still sing-along because there will be no subtitles during song scenes. As usual the kiosk will be filled with sweets and the bar flowing with party-drinks that are of course allowed in the screening hall!

Spoof sci-fi and camp horror makes The Rocky Horror Picture Show a one of a kind cult classic movie, this bizarrely entertaining and highly satisfying musical is a huge box-office draw. When a straight-laced couple is stranded on a stormy night, they take refuge in a dark, old mansion full of weirdos led by a mad transvestite scientist.