The Rocky Horror Picture Show – búningasýning!

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Gamanmynd, Söngleikur
  • Leikstjóri: Jim Sharman
  • Ár: 1975
  • Lengd: 95 mín
  • Land: Bretland, Bandaríkin
  • Frumsýnd: 10. Mars 2017
  • Tungumál: Enska með íslenskum texta
  • Aðalhlutverk: Tim Curry, Susan Sarandon, Barry Bostwick, Richard O'Brien

Kíktu til okkar á föstudagspartísýningu þann 10. mars kl 20:00, ekki hika við að mæta í búning á Rocky Horror í Bíó Paradís! Miðasala er hafin hér Myndin er á ensku og sýnd með íslenskum texta! 

***************************************************************************************************************************

Aðdáendur kvikmyndarinnar Rocky Horror Picture Show ættu að dusta rykið af korselettunum, snyrta hárkollurnar og herða hnútana á svipunum. Rocky Horror Picture Show er einhver þekktasta „költmynd“ allra tíma, harðir aðdáendur flykkjast víða um heim á sýningar á henni og þá margir hverjir klæddir í gervi söguhetjanna, Frank ‘N’ Furter, Rocky og félaga. Myndin er frá árinu 1975 og byggist á samnefndum söngleik eftir Richard O’Brien.

Tim Curry fer hamförum sem klæðskiptingurinn Frank en auk hans leika í myndinni Susan Sarandon og Barry Bostwick. Þá bregður Meatloaf fyrir í hlutverki hins snarruglaða Eddie. Í myndinni segir af huggulegu pari, Brad og Janet, sem þarf að leita aðstoðar íbúa drungalegs kastala þegar springur á bifreið þeirra og enginn finnst tjakkurinn. Húsráðandi reynist vera kynóður vísindamaður og klæðskiptingur og reynist dvöl þeirra í kastalanum nokkuð ævintýraleg.

English

Spoof sci-fi and camp horror makes ‘The Rocky Horror Picture Show’ a one of a kind cult classic, this bizarrely entertaining and highly satisfying musical is a huge box-office draw. When a straight-laced couple is stranded on a stormy night, they take refuge in a dark, old mansion full of weirdos led by a mad transvestite scientist.

Friday March 10th  at 20:00, wear a costume if you like and come party with us, don´t hesitate to show up in a costume! Tickets are on sale here

Fréttir

VOD mynd vikunnar: 20.000 Days on Earth

VOD mynd vikunnar: The Broken Circle Breakdown

Moonlight, Toni Erdmann og Paterson fara í almennar sýningar 6. mars