Landvernd kynnir: The True Cost

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Frumsýnd: 21. Nóvember 2018

True cost segir okkur sögu fatanna sem við klæðumst, sögu þeirra sem bjuggu þau til og áhrif framleiðslu þeirra á umhverfið og jörðina okkar.

Á meðan fataverð heldur áfram að lækka, eykst hinn sanni kostnaður sem leggst á samfélög og náttúru. The True Cost sýnir það sem gerist á bak við tjöldin og það sem “markaðurinn” vill ekki að við vitum.

Hver ber í raun kostnaðinn af fötunum okkar? Hver ætti að bera kostnaðinn af þeim flíkum sem við klæðumst?

Heimildarmyndin var tekin upp um allan heim og er sýnt frá björtustu sýningarpöllum og myrkustu iðnaðarhverfum. Meðal viðmælenda eru Stella McCartney, Livia Firth og Vandana Shiva.

Komdu á True Cost og taktu þátt í byltingunni.

Landvernd hvetur fólk til að endurhugsa sína neyslu, afþakka óþarfa og endurnota hluti. Sísti valkosturinn ætti að vera endurvinnsla.

Öll velkomin og frítt inn.

English

This is a story about clothing. It’s about the clothes we wear, the people who make them and the impact it’s having on our world.

The price of clothing has been decreasing for decades, while the human and environmental costs have grown dramatically.

The True Cost is a groundbreaking new documentary film that pulls back the curtain on an unseen part of our world and asks us each to consider, who pays the price for our clothing?

The True Cost is an unprecedented project that invites us on an eye-opening journey into the lives of the many people and places behind our clothes.

The screening of True Cost is an initiative of the nature preservation organization Landvernd – admission is free and everyone is welcome.

Aðrar myndir í sýningu