Árið 1940 fer sveitastrákur til Reykjavíkur til að æfa sund og vinna fyrir breska hernámsliðið. Jafnframt vill hann vita hvað orðið hafi um æskuvinkonu sína. Brátt uppgötvar hann að stúlkan er í tygjum við breskan liðsforingja og senn fer hann að gruna að sá hermaður sé handgengnari skrattanum en bresku krúnunni.
Stuttmyndin Sérðu ekki hvítan blett / Tache blance sur la nuque (1979) eftir Viðar Víkingsson verður sýnd fyrir myndina, en hún var útskriftarverk Viðars Víkingssonar frá Kvikmyndaskóla franska ríkisins (Idhec -nú Fémis). Draugaleg og súrrealísk stuttmynd sem vísar í þjóðsöguna um Djáknann á Myrká en gerist í París árið 1979. Djákninn (Gérard Chinotti) ekur mótorhjóli út í Signu og drukknar eftir árás af hendi bókstafstrúaðra kaþólikka. Ný stafræn útgáfa.
Eftir sýninguna verður boðið upp á veitingar og aðstandandi kvikmyndarinnar og kvikmyndafræðingur svara spurningum úr sal.
Sýnd sunnudaginn 3. apríl 2022 kl 16:00.