Turist

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Ruben Östlund
  • Ár: 2014
  • Lengd: 118
  • Land: Svíþjóð
  • Frumsýnd: 6. Október 2014
  • Aðalhlutverk: Brady Corbet, Kristofer Hivju, Lisa Loven Kongsli

Sænski leikstjórinn, Ruben Östlund, ræðst á rótgróin gildi feðraveldisins í nýjustu kvikmynd sinni, Turist. Sænsk fjölskylda fer í skíðaferð til frönsku Alpanna þar sem sólin skín.

Þegar þau setjast dag einn niður til að snæða hádegisverð snýr snófljóð lífi þeirra á hvolf. Ebba kallar á eiginmann sinn, Tomas, í örvæntingu sinni, og reynir að verja börn þeirra sem einnig sitja við borðhaldið, frá yfirvofandi hættu. Tomas hleypur hinsvegar fyrir lífi sínu og skilur fjölskyldu sína eftir í örskammann tíma. Myndin er grátbrosleg kómedía um hlutverk karlmannsins í fjölskyldumynstri nútímans og ekki síst hversu rótgróin gildin geta verið.

Myndin var tilnefnd í Un Certain Regard flokknum á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014, og vann til verðlauna dómnefndar í sama flokki. Myndin er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem og að hún var valinn sem framlag Svíþjóðar til Óskarsverðlaunanna. Sýnd með enskum texta.

English

A Swedish family travels to the French Alps to enjoy a few days of skiing. The film is an observational comedy about the role of the male in modern family life. The film was selected to compete in the Un Certain Regard section at the 2014 Cannes Film Festival where it won the Jury Prize. It is also scheduled to be screened in the Special Presentations section of the 2014 Toronto International Film Festival. The film is nominated for the European Film Awards and is Sweden’s entry to the Oscars.

Screened with English subtitles.

Aðrar myndir í sýningu