Á sólbjörtum sumardegi bröltir Range Rover jeppi yfir hraun og mosa, alveg niður að Þingvallavatni. Út úr honum stíga hjón, börn þeirra, veiðifélagi og dóttir hans. Meðan karlarnir veiða og frúin nýtur sólarinnar, verða börnin vör við náunga sem virðast hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Þá byrjar ballið, í fléttu atburða sem er bæði spennandi og gamansöm.
Myndin er sýnd í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2020 en um nýuppgerða stafræna útgáfu er að ræða.