Life in a fishbowl / Vonarstræti

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Baldvin Zophoníasson
  • Ár: 2014
  • Lengd: 125 mín
  • Land: Ísland
  • Tungumál: Íslenska
  • Aðalhlutverk: Þorsteinn Bachmann, Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson

Vonarstræti er saga úr samtímanum sem á erindi við alla; hún fjallar um óvægna fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Áhorfendur fá að fylgjast með þremur ólíkum persónum fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun og því hvernig örlög þeirra fléttast saman á áhrifaríkan máta.

Gömul og ný leyndarmál hrinda aðalpersónunum hverri í átt að annarri í hörkuspennandi og átakanlegri atburðarás sem lætur engan ósnortinn. Kvikmyndin er innblásin af sönnum atburðum og áhorfendur gætu því kannast við tilteknar aðstæður, persónur eða atburði úr raunveruleikanum, enda ekki langt um liðið síðan útrásin stóð sem hæst.

Handritið skrifuðu þeir Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Z, sem einnig leikstýrði myndinni. Baldvin hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndinni Órói sem hlaut stórgóðar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Myndin hlýtur tólf tilnefningar til Edduverðlaunanna m.a. sem kvikmynd ársins. Sýnd með enskum texta.

English

Three different tales of three different people, all of whom end up having a lasting effect on one another. Twenty years after a horrible personal tragedy, a middle-aged writer still drinks himself into oblivion every day. A young single mom moonlights as a prostitute to make ends meet. A former soccer star is recruited into the snake pit of international banking and loses touch with his family.

Life in a Fishbowl (Icelandic: Vonarstræti) is a 2014 Icelandic drama film directed by Baldvin Zophoníasson. It was screened in the Discovery section of the 2014 Toronto International Film Festival. It was selected as the Icelandic entry for the Best Foreign Language Film at the 87th Academy Awards. Screened with English subtitles.

Aðrar myndir í sýningu