Framhaldsskólastelpan Rósalind lifir afar frjálslegu lífi sem snýst að mestu um djamm, stráka og að hanga með bestu vinkonu sinni Agú. Allt það breytist þó þegar Rósalind finnur köllun sína í því að fækka fötum á netinu. Smátt og smátt fer líf hennar að snúast um nýja starfið og hefur það áhrif á sambönd hennar, vináttu og fjölskyldulíf.