Amama – When a Tree Falls / Amma

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Asier Altuna
  • Ár: 2015
  • Lengd: 98 mín
  • Land: Spánn
  • Tungumál: Baskneska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Nagore Aranburu, Amparo Badiola, Klara Badiola

Sérstök Q&A sýning verður haldin á myndinni á Stockfish þriðjudaginn 23. febrúar kl. 18:00 með leikstjóranum Asier Altuna og framleiðandanum Marian Fernandez.

Ef að tré fellur í skógi, fellur þá fjölskylda skógarhöggmannsins líka? Þrjú tré standa fyrir börnin þrjú í baskneskri bændafjölskyldu. Þetta er saga þriggja ættliða; ömmunar vitru og þöglu, þrjóska og íhaldssama pabbans og rólegu en ákveðnu mömmunar, og svo barnanna sem reyna að sætta nútímalíf sitt við bernskustöðvarnar sem brátt kunna að heyra fortíðinni til. Dóttirin reynir að vinna úr þessu öllu saman í gegnum listina, annar sonurinn leggst í flakk og hinn kemur sér upp fjölskyldu í borginni. En taugin er römm – og hún er líklega sterkust á milli pabbans þrjóska og dótturinnar uppreisnargjörnu, þótt þau rífist sífellt. Þetta er ljóðræn mynd af heimi sem hverfur máski bráðum, þótt ægifögur basknesk fjöllin verði þarna áfram.

Asier Altuna hefur áður leikstýrt stuttmyndum og heimildamyndum og fyrsta leikna myndin hans í fullri lengd var Aupa Etxebeste! sem hann leikstýrði ásamt Telmo Esnal. Þá leikstýrði hann nýlega heimildamyndinni Bertsolari.

English

A special Q&A screening of the movie will be held on Stockfish on Tuesday 23rd February with director Asier Altuna and producer Marian Fernandez.

If a tree falls in the woods, will the family of the man who chopped it down fall with it? Three giant trees are symbols for the three children of a Basque family of farmers. This is a tale of three generations; the wise and quiet Amama (Grandmother), the hot-headed, conservative and stubborn father and his quiet yet ultimately persistent wife, and the children who attempt to break away from it all. The daughter tries to figure it all out through her art, while one brother turns to travelling and the other to family life in the city. But the bond they share remains strong – and perhaps it‘s strongest between the father, the stubborn farmer, and his rebel daughter, whom he constantly argues with. A lyrical tale of a clash of cultures set in the stunning Basque mountains, investigating a way of life that may be vanishing for good.

Asier Altuna has directed short films and documentaries and co-directed his feature debut Aupa Etxebeste! with Telmo Esnal. He recently directed the documentary Bertsolari, but this is his solo feature debut.

Aðrar myndir í sýningu