White God

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Kornél Mundruczó
  • Ár: 2014
  • Lengd: 119
  • Land: Ungverjaland
  • Frumsýnd: 15. Nóvember 2014
  • Aðalhlutverk: Zsófia Psotta, Sándor Zsótér, Lili Horváth

Ungverska kvikmyndin White God þykir allt í senn undurfurðuleg og fögur en um leið hárbeitt gagnrýni á stigvaxandi spennu á milli kynþátta í Evrópu.

Myndin segir sögu unglingsstúlkunnar Lily sem á hundinn Haagen. Einn dag er þau aðskilin, en blendingshundar, eins og Haagen, eru illa séðir í borginni. Erfið þrautarganga bíður Haagens sem þarf meðal annars að gangast undir miskunnarlausa þjálfun fyrir hundaat.

Áður en yfir lýkur sker Haagen upp herör og villihundar borgarinnar, sem sjálfir hafa þurft að þola mikið óréttlæti, efna til blóðugrar uppreisnar þar sem hefndin er í fyrirrúmi. Myndin er dystópísk framtíðarmynd og grimmileg sýn á þá sem minna mega sín og þykir lýsa menningarlegri og pólitískri spennu í Evrópu með meistaralegum hætti.

Myndin hefur hlotið fjölmörg verðlaun, meðal annars í flokknum Un Certain Regard á nýliðinni kvikmyndahátíð Cannes 2014. Þá fengu hundarnir í myndinni verðlaun gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína. Myndin er framlag Ungverjalands til Óskarsverðlaunanna 2015.

English

A cautionary tale between a superior species and its disgraced inferior… Favoring pedigree dogs, a new regulation puts a severe tax on mixed breeds. Owners dump their dogs and shelters become overcrowded. 13-year-old Lili fights desperately to protect her pet Hagen, but her father eventually sets the dog free on the streets. Hagen and his pretty master search desperately for each other until Lili loses faith. Struggling to survive, homeless Hagen realizes that not everyone is a dog’s best friend. Hagen joins a gang of stray dogs, but is soon captured and sent to the pound. With little hope inside there, the dogs will seize an opportunity to escape and revolt against mankind. Their revenge will be merciless. Lili may be the only one who can halt this unexpected war between man and dog.
White God won the Prize Un Certain Regard at the 2014 Cannes Film Festival. The dogs in the film were also awarded with the Palm Dog Award, a yearly alternative award presented by the international film critics during the Cannes Film Festival. The film is Hungary´s contribution to the Oscar race as the best foreign language film 2015. Here you can buy tickets.

Aðrar myndir í sýningu