Bóndi og Eldsmiðurinn

Bóndi (1975) – 29 mín

Heimildamynd eftir Þorstein Jónsson. Myndin fjallar um bónda í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp, sem hefur alla tíð búið utan við alfaraleið, án rafmagns og véla. alla tíð, Enginn vegur hefur legið í hreina og ósnerta sveitina sem aðeins fáir hafa augum litið. Verið er að leggja til hans veg sem kemur sér vel  þegar hann hættir hokrinu og flytur  í þéttbýlið.

Eldsmiðurinn (1982) – 35 mín

Heimildamynd eftir Friðrik Þór Friðriksson. Myndin fjallar um Sigurð einsetumann á áttræðisaldri. Hann er járnsmiður og hugvitsmaður og hefur sjálfur smíðað flest þau verkfæri sem hann notar við járnsmíðarnar. Meðal sköpunarverka hans er til dæmis fyrsta gírhjólið sem smíðað var á Íslandi. Þá hefur hann breytt klukku í dagatal svo fátt eitt sé nefnt.

Frábær dagskrá Bíóteksins sunnudaginn 24. september kl 15:00!


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Leikstjórn:
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 64 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti: To Be Advised
  • Tegund:Documentary
  • Framleiðsluár: 0
  • Upprunaland: Ísland