Heimildamyndir eftir Þorgeir Þorgeirsson

Þrjár heimildamyndir eftir Þorgeir Þorgeirson verða sýndar í Bíótekinu sunnudaginn 24. september kl 17:00.

Maður og verksmiðja (1968) 10 mín

Róður (1972) 18 mín

Grænlandsflug (1966) 15 mín.

Sýndar verða stórmerkilegar heimildamyndir Þorgeirs Þorgeirsonar; Maður og verksmiðja, Róður, Grænlandsflugið og fleiri sem hann gerði á tiltölulega stuttum kvikmyndaferli skömmu eftir að hann sneri heim frá námi árið 1962.

Þá þótti næsta ómögulegt að reyna að framleiða kvikmyndir fyrir fámennið á Íslandi, hvað þá að ráðast í gerð tilraunakenndra heimildarmynda. Þorgeir vildi fanga hina raunsönnu áferð lífsins, hvort sem það var umfjöllunarefninu til framdráttar eða ekki og úr varð eitthvað einstakt.

Þegar hann ákvað að segja sig frá kvikmyndagerð bannaði hann sýningar á flestum sínum myndum. Í góðu samstarfi við fjölskyldu Þorgeirs verða nokkrar þeirra nú sýndar á ný.


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Leikstjórn: Þorgeir Þorgeirsson
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 43 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti:
  • Tegund:Documentary
  • Framleiðsluár: 0
  • Upprunaland: Ísland