Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Humanity and Paper Balloons

Dramatísk kvikmynd í leikstjórn Yamanaka. Myndin gerist í fátækrahverfi í Japan á 18. öld og segir frá Shinza, kærulausum fjárhættuspilara og Unno, sem er sonur frægs samúræja en hefur misst öll forréttindi eftir fráfall föður síns og berst fyrir því að endurreisa heiður sinn. Það gengur hins vegar illa og smá saman flækist hann í lygavef.

Saman falla þessir tveir í þá gryfju að taka þátt í glæpastarfsemi þar til örlögin grípa í taumana. Kvikmyndin er af mörgum talin til helstu meistaraverka sögulegra kvikmynda frá Japan.

Sýnd í Bíótekinu sunnudaginn 22. október kl 15.00 samstarfi við Japan Foundation og Japanska sendiráðið á Íslandi.


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Leikstjórn: Sadao Yamanaka
  • Handrit: Mokuami Kawatake, Shintarō Mimura
  • Aðalhlutverk: Chōjūrō Kawarasaki, Kan'emon Nakamura, Shizue Kawarazaki
  • Lengd: 86 mín
  • Tungumál: Japanska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama, History
  • Framleiðsluár: 1937
  • Upprunaland: Japan

Aðrar myndir í sýningu