Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Ísland á filmu Vigfús Sigurgeirsson (1936 – 1975)

Ísland á filmu Vigfús Sigurgeirsson (1936 – 1975)

Bíótekið - sunnudaginn 19. nóvember kl 15:00

Vigfús Sigurgeirsson er einn áhugaverðasti kvikmyndagerðarmaður síðust aldar á Íslandi. Hann var einn sá fyrsti til að gera landkynningamyndir um Ísland til að kynna þjóð í leit að sjálfstæði.

Hann hafði mikil áhrif á hvernig embætti forseta Íslands var túlkað meðal þjóðarinnar sem sérlegur ljósmyndari embættisins ásamt því að festa á  á filmu hverfandi atvinnuhætti. Rannsóknir Kvikmyndasafns Íslands á Vigfúsi hafa leitt margt í ljós og er sýningin liður í að kynna niðurstöður þeirra ásamt sýningu nokkurra áhugaverðustu kvikmynda Vigfúsar.

Myndirnar spanna afar fjölbreytt tímabil um miðja 20. öldina þar sem fylgjast má með samfélaginu vaxa og dafna í gegnum mikilvæga atburði og fallegar svipmyndir.


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Frumsýnd: 19. Nóvember 2023
  • Leikstjórn:
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 80 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti:
  • Tegund:Shorts, Documentary
  • Framleiðsluár: 0
  • Upprunaland: Ísland