Aguirre, the Wrath of God

Dramatísk og margverðlaunuð stórmynd úr smiðju eins virtasta leikstjóra kvikmyndasögunnar, Werner Herzog. Klaus Kinski leikur eitt aðalhlutverkið, grimman og geðveikan hermann, sem er fenginn til að fara fyrir leiðangri spænskra aðalsmanna á sextándu öld, niður Amazonfljótið, í leit að hinni goðsagnakenndu El Dorado, eða gullborginni.

Myndin segir frá birtingarmyndum valdhroka og átaka milli manna og náttúru. Tónlist myndarinnar samdi þýska krautrock- og tilraunasveitin Popol Vuh sem vann mikið með Herzog.

Sýnd í Bíótekinu, sunnudaginn 19. nóvember kl 19:30!


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Werner Herzog
  • Handrit: Werner Herzog
  • Aðalhlutverk: Klaus Kinski, Helena Rojo, Ruy Guerra
  • Lengd: 95 mín
  • Tungumál: Dutch; Flemish
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Adventure, Action
  • Framleiðsluár: 1972
  • Upprunaland: Þýskaland, Mexíkó