Foxtrot

Spennumynd sem gerist á sandauðnum Íslands, þar sem barist er upp á líf og dauða. Aðalpersónur myndarinnar eru hálfbræðurnir Tommi, óharnaður unglingur og Kiddi, sem er fallin fótboltastjarna.

Kiddi starfar við peningaflutninga frá Reykjavík og út á land og tekur Tomma með sér í ferð. Þegar miklir vatnavextir skilja þá frá samfylgdarmönnum sínum ákveður Kiddi að halda ferðinni áfram, en þá eru þeir ekki lengur tveir í bílnum. Með tilkomu þriðja farþegans hefst spennandi atburðarás sem getur ekki endað nema á einn óhugnanlegan veg.

Sýnd í Bíótekinu, sunnudaginn 3. desember kl 17:00!


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Jón Tryggvason
  • Handrit: Sveinbjörn I. Baldvinsson
  • Aðalhlutverk: Þorsteinn Gunnarsson, Valdimar Örn Flygenring, María Ellingsen
  • Lengd: 93 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti:
  • Tegund:Thriller
  • Framleiðsluár: 1988
  • Upprunaland: Ísland