Stuttmyndir eftir nýja íslenska leikstjóra – spurt og svarað

Barnakvikmyndahátíð í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands bjóða á sýningu á nýjum íslenskum stuttmyndum sem unnið hafa til verðlauna og ferðast víða um heim laugardaginn 4. nóvember kl 13:00.

Frítt inn og allir eru velkomnir. Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður spjallar við leikstjóra, framleiðendur og leikara myndanna og um gerð myndanna og hvernig þeir tóku sín fyrstu skref í kvikmyndagerð. Tekið verður við spurningum áhorfenda úr sal.

Hver eru lykilatriði í gerð vel heppnaðra stuttmynda og hvernig er best að koma þeim á framfæri jafnvel á stærstu kvikmyndahátíðir heims?

Stuttmyndirnar sem sýndar verða eru:

Sætur að viðstaddri Önnu Karín Lárusdóttur leikstjóra myndarinnar og Kormáki Cortés og Önju Sæberg, leikurum myndarinnar. Sætur hefur verið sýnd á öllum stærstu barna- og unglingamyndahátíðum í Evrópu á þessu ári.

Já-fólkið að viðstöddum Gísla Darra Halldórssyni leikstjóra myndarinnar. Já-fólkið hefur ferðast á ótal kvikmyndahátíðir og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki styttri hreyfimynda árið 2021 ásamt því að vinna verðlaun ungra áhorfenda á Nordisk Panorama 2020.

Að elta fugla að leikstjóranum Unu Lorenzen viðstaddri. Myndin hefur ferðast víða og vann verðlaun sem besta stuttmynd á RIFF árið 2022.

Bókaskipti (síðsumar í Reykjavík) að viðstöddum leikstjóra myndarinnar Bergi Árnasyni. Þetta er fjórða mynd Bergs en Bókaskipti (síðsumar í Reykjavík) vann nýverið verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF 2023.

Frítt inn og allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir miðum.


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Frumsýnd: 04. Nóvember 2023
  • Leikstjórn:
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 90 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti:
  • Tegund:
  • Framleiðsluár: 0
  • Upprunaland:

Aðrar myndir í sýningu