KIRU

Stórmerkileg kvikmynd eftir Kenji Misumi sem var þekktur fyrir sérstakan stíl og mikla næmni.

Kvikmyndin Kiru er sú fyrsta í sverðatrílógíu Misumi sem samanstendur af Kiru, Ken og Kenki, þremur sjálfstæðum sögum sem eru á dagskrá Bíóteksins.

Upprunalega titilinn má þýða bókstaflega sem „sverðskorinn“. Myndinni hefur verið lýst sem einlægu en líka grótesku listaverki, fyrstu sverðabardagamyndinni sem snertir á hálf-freudískum hneigðum samúræjamenningarinnar.

Aðalleikari myndarinnar, Raizo Ichikawa, er nokkurs konar James Dean Japana. Vinsæll, fallegur, dularfullur og þunglyndur, en hann féll frá ungur að aldri. Þunglyndi leikarans fagra er talið gefa þessari kvikmynd aukinn sannfæringarkraft í túlkun angistar aðalsöguhetjunnar.

Kvikmyndin er sýnd í samvinnu við japanska sendiráðið á Íslandi.

*Stutt kynning fyrir myndina í samstarfi við Japanska sendiráðið á Íslandi.

Sýnd 25. febrúar kl 15:00!


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Kenji Misumi
  • Handrit: Renzaburô Shibata
  • Aðalhlutverk: Mayumi Nagisa, Shiho Fujimura, Raizô Ichikawa
  • Lengd: 71 mín
  • Tungumál: Japanska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Action, Drama
  • Framleiðsluár: 1962
  • Upprunaland: Japan