Ísland á filmu: Í fréttum er þetta helst ...

Á þessari einstöku sýningu verður farið yfir tilraunir íslenskra kvikmyndagerðarmanna til að taka upp og sýna myndir af líðandi stundu í kvikmyndahúsum fyrir daga Sjónvarpsins.

Erlendar fréttamyndir voru sýndar á undan venjubundnum kvikmyndasýningum og var draumurinn að veita landsmönnum svipaða þjónustu með íslenskum fréttamyndum.

Sýndar verða myndir af merkilegum viðburðum sem náðust á filmu og í leiðsögn um sýninguna verða skoðaðar tilraunir manna til að stofna fréttamyndaþjónustu á landinu.

*Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands, leiðir sýningunaog segir frá því sem fyrir augu ber.

Sýningatímar


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Leikstjórn:
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 60 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti:
  • Tegund:Shorts
  • Framleiðsluár: 2023
  • Upprunaland: Ísland