Nosferatu the Vampyre

Hryllingsmynd eftir Werner Herzog með Klaus Kinski í hlutverki Drakúla.

Myndin er stíliseruð og flott endurgerð á Nosferatu eftir Friedrich Wilhelm Murnau frá árinu 1922. Drakúla flytur frá Transilvaníu til Wismar og dreifir svartadauða um Evrópu í leiðinni. Ekkert getur stöðvað hryllingin nema þá kannski kona sem ber í brjósti hreinleika hinna saklausu.

Kvikmyndinni var mjög vel tekið þegar hún kom út og var hún sýnd víða um heim. Tónlist myndarinnar samdi þýska Krautrock- og tilraunasveitin Popol Vuh sem vann mikið með Herzog.

 


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Werner Herzog
  • Handrit: Werner Herzog, Bram Stoker
  • Aðalhlutverk: Klaus Kinski, Isabelle Adjani, Bruno Ganz, Roland Topor
  • Lengd: 107 mín
  • Tungumál: Deutsch
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama, Horror
  • Framleiðsluár: 1979
  • Upprunaland: Frakkland, Þýskaland