Ken Ki

Þriðja kvikmynd sverða-trílógíu Kenji Misumi. Titilinn mætti þýða beint sem „sverðdjöfullinn“.

Kvikmyndastíll Misumi þykir hér njóta sín afar vel sem glæsilegur, óvenjulegur og listrænn svo mjög að sumar senur mætti telja í anda nýbylgjukvikmyndanna. Í sumum senum notar hann nærmyndir sem vekja í áhorfandanum innilokunarkennd og í öðrum eru tilkomumiklar landslagsmyndir. Allt þetta skapar kröftugt sjónarspil sem vinnur vel með áhrifamikilli dramatík sögunnar.

Kvikmyndin segir frá sverðabardagamanni sem Raizo Ichikawa túlkar og sker sig úr hefðbundnari samúræjasögum með því að vera flókinn og óvenjulegur karakter. Hann er til að mynda flinkur garðyrkjumaður, dreyminn og mjúkur, sem gerir stigvaxandi ofbeldið í framvindu sögunnar enn áhrifameira.

*Stutt kynning fyrir myndina í samstarfi við Japanska sendiráðið á Íslandi


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Kenji Misumi
  • Handrit: Renzaburō Shibata, Seiji Hoshikawa
  • Aðalhlutverk: Ikkei Tamaki, Gen Kimura, Kimiko Tachibana
  • Lengd: 83 mín
  • Tungumál: Japanska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Action, Drama
  • Framleiðsluár: 1965
  • Upprunaland: Japan