Fitzcarraldo

Werner Herzog leikstýrir og skrifar handrit þessarar stórhuga kvikmyndar um óperuelskandi nýlenduherra í Perú. Kvikmyndin segir frá ótrúlegu basli hans við að safna peningum til að stofna óperuhús í Iquitos, bæ í frumskógi Perú.

Aðalhlutverkið er í höndum Klaus Kinski og fara margar sögur af stormasömu sambandi hans við leikstjóra og aðra meðleikendur á meðan á tökum stóð. Jafnvel svo að foringi Machiguenga-ættbálksins, sem skipaði stóran hluta af leikarahópnum, bauð Herzog að drepa Kinski fyrir hann. Það var þó afþakkað sem betur fer.


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Werner Herzog, Jorge Vignati
  • Handrit: Werner Herzog
  • Aðalhlutverk: Klaus Kinski, Peter Berling, Claudia Cardinale, José Lewgoy
  • Lengd: 158 mín
  • Tungumál: Deutsch
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama, Adventure
  • Framleiðsluár: 1982
  • Upprunaland: Þýskaland, Perú