Afsakið meðanað ég æli

,,Afsakið meðanað ég æli” fjallar um æfingaferli fyrir tónleika til heiðurs Megasi í Eldborgarsal Hörpu.

Tónlist Megasar spilar lykilhlutverk í myndinni þar sem við fylgjum honum og völdum listamönnum í æfingaferli fyrir tónleika sem voru í mars 2019. 

Myndin hefur tvær tímalínur, annars vegar tuttugu daga æfingatímabil og hins vegar sú tímalína sem tuttugu dagarnir opna inn í fortíðina, lengri tímalínan er fjörutíu ár og þar er skyggnst á bakvið tjöldin þegar talað er bæði við Megas og þá listamenn sem hann vann með á hverjum tíma. Viðmælendur í myndinni hlífa Megasi ekki og við fáum að sjá uppreisnar manninn og pönkarann sem var og fólkið sem hann vann með á hverjum tíma en við fáum einnig að sjá sjaldséða einlægni. 

Mynd eftir Spessa. Frumsýnd 14. mars í Bíó Paradís

Handrit: Spessi og Jón Karl Helgason

Kvikmyndataka: Jón Karl Helgason

Sýningatímar

 • Mán 22.Apr
 • Mið 24.Apr

 • Leikstjórn: Spessi
 • Handrit: Spessi, Jón Karl Helgason
 • Aðalhlutverk:
 • Lengd: 93 mín
 • Tungumál: Íslenska
 • Texti: Íslenskur, Íslenskur
 • Tegund:Documentary
 • Framleiðsluár: 2023
 • Upprunaland: Ísland