PARTÍSÝNINGAR

Chicago - dans og tónleikar!

Chicago á GEGGJAÐRI föstudagspartísýningu - föstudagskvöldið 21. júní!

Á undan sýningunni verður boðið upp á lifandi tónlist og dans á undan sýningu hinnar mögnuðu Chicago.

Kvöldið byrjar með ókeypis kennslu í grunnhreyfingum lindy hop-dansins sem einkennir millistríðsárin. Það þarf ekki að koma með dansfélaga en pör eru að sjálfsögðu velkomin.

Hljómsveitin Fjaðrafok – Feather Swirl tekur við og spilar líflega danstónlist sem hæfir tímabilinu í myndinni og félagar í dansfélaginu Lindy Ravers svífa um gólfið og hjálpa gestum að komast í dansgírinn. Hér er tækifæri til að ferðast 100 ár aftur í tímann og taka þátt í ógleymanlegri stemningu og gaman væri að sjá einhverja mæta í klæðnaði í stíl tímabilsins ef fólk vill.

Hljómsveitin Fjaðrafok – Feather Swirl sérhæfir sig í flutningi tónlistar frá millistríðsárunum og er húsband lindy hop-danskvöldanna sem eru hálfsmánaðarlega á Kex Hostel.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar.

Hljómsveitin Fjaðrafok

Dansfélagið Lindy Ravers

English

Murderesses Velma Kelly and Roxie Hart find themselves on death row together and fight for the fame that will keep them from the gallows in 1920s Chicago.

Join us for a true dance and music event on a Friday Night Party Screening!

Sýningatímar

  • Fös 21.Jún

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Rob Marshall
  • Handrit: Bill Condon, Bob Fosse, Fred Ebb
  • Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Catherine Zeta-Jones, Richard Gere, Queen Latifah, John C. Reilly, Lucy Liu
  • Lengd: 113 mín
  • Tungumál: Enska
  • Texti: Íslenskur
  • Tegund:Comedy, Crime, Drama
  • Framleiðsluár: 2002
  • Upprunaland: Kanada, Þýskaland, Bandaríkin