Bíó Paradís í samvinnu við Alzheimersamtökin standa fyrir bíósýningu fyrir einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra föstudaginn langa 29. mars kl 14:30
Sýnd verður kvikmyndin Hárið eftir Milos Forman.
Sýningin er hluti af KÓSY KINO verkefninu sem snýst um að gera Bíó Paradís aðgengilegra fólki sem færi annars ekki í bíó og er styrkt af EES sjóði Noregs, Íslands og Lichtenstein og ríkissjóði Slóvakíu.