Páskar í Paradís

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá alla páskana!

Barnadagskrá þar sem við sýnum talsettar vinsælar myndir – Doktor Proktor myndirnar úr smiðju Jo Nesbø, Andra og Eddu sem búa til leikhús er tilvalin fyrir leikskólabörn og svo Dansdrottninguna sem er eitursvöl fyrir ungmenni.

Hárið á föstudagspartísýningu, skynvæn sýning af Vélmennadraumum og Heilavinir verða á staðnum.

Eitthvað fyrir alla, páskapopp og páskadrykkir – Gleðilega páska! Athugið að lokað er á páskadag.