Picnic at Hanging Rock

Dularfullt hvarf nokkurra skólastúlkna við undarlegar aðstæður hefur óþægilegar afleiðingar í för með sér.

Með myndinni kom Peter Weir hinni merkilegu áströlsku nýbylgju á kortið í kvikmyndaheiminum og skapaði umtal þar sem sögufléttan fór fyrir brjóstið á mörgum.

Í myndinni er rómantískum handanheimsblæ blandað meistaralega saman við hrylling og fegurð og einstök áferð myndarinnar leiðir í ljós að Weir var einn mest skapandi leikstjóri sinnar kynslóðar.

Sýnd sunnudaginn 27. október kl 17:15.

Sýningatímar

  • Sun 24.Nóv

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Leikstjórn: Peter Weir
  • Handrit: Joan Lindsay, Cliff Green
  • Aðalhlutverk: Rachel Roberts, Vivean Gray, Helen Morse, Kirsty Child
  • Lengd: 115 mín
  • Tungumál: Enska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama, Mystery
  • Framleiðsluár: 1975
  • Upprunaland: Ástralía