Dularfullt hvarf nokkurra skólastúlkna við undarlegar aðstæður hefur óþægilegar afleiðingar í för með sér.
Með myndinni kom Peter Weir hinni merkilegu áströlsku nýbylgju á kortið í kvikmyndaheiminum og skapaði umtal þar sem sögufléttan fór fyrir brjóstið á mörgum.
Í myndinni er rómantískum handanheimsblæ blandað meistaralega saman við hrylling og fegurð og einstök áferð myndarinnar leiðir í ljós að Weir var einn mest skapandi leikstjóri sinnar kynslóðar.
Sýnd sunnudaginn 27. október kl 17:15.