Svo á jörðu sem á himni

Svo á jörðu sem á himni fléttar saman sögu ungrar stúlku og fjölskyldu hennar í afskekktri íslenskri sveit á fjórða áratug 20. aldar og hliðstæðu hennar á 14. öld á sama stað. Þar strandaði franska rannsóknarskipið Pourquoi-pas? árið 1936 og er þessi atburður sýndur frá sjónarhorni stúlkunnar.

Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir sem skrifaði jafnframt handritið í samvinnu við Sigurð Pálsson skáld. Myndir Kristínar hafa verið sýndar víða og unnið til verðlauna á fjölmörgum hátíðum svo sem í Cannes, Mannheim, Toronto, Marseille, Créteil, Brügge og víðar.

*Sérstakur viðburður sunnudaginn 24. nóvember kl 14:30.

Sýningatímar

  • Sun 24.Nóv

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir
  • Handrit: Kristín Jóhannesdóttir
  • Aðalhlutverk: Marteinn Þórsson, Valdimar Örn Flygenring, Tinna Gunnlaugsdóttir, Pierre Vaneck, Sigursteinn Brynjólfsson, Christian Charmetant, Sigríður Hagalín, Daníel Ágúst Haraldsson, Páll Óskar, Christophe Pinon, Helgi Skúlason, Álfrún Örnólfsdóttir
  • Lengd: 122 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti:
  • Tegund:History, Drama
  • Framleiðsluár: 1992
  • Upprunaland: Danmörk, Finnland, Ísland, Svíþjóð