Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Upphefst þá rússibanaferð tilfinninga þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.
Nýjasta mynd leikstjórans Rúnar Rúnarsson sem var opnunarmynd í Un Certain Regard flokki kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2024 ásamt því að vera valin til sýninga í aðaldagskrá hátíðarinnar.
Einnig verður nýjasta stuttmynd Rúnars O með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki sýnd á undan Ljósbrot í takmarkaðan tíma í Bíó Paradís frá og með 5.september. Stuttmyndin var valin til þáttöku í Orizzonti alþjóðlegri stuttmyndakeppni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2024.
O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur.
English
When the Light Breaks on a long summer’s day in Iceland. From one sunset to another, Una, a young art student, encounters love, friendship, sorrow and beauty.
The latest short film by director Rúnar Rúnarsson, O, starring Ingvar Sigurdsson in the lead role, will be shown before When the Light Breaks for a limited time in Bíó Paradís from September 5th. This short film was selected for the Orizzonti Short Films International Competition at Venice Film Festival 2024.
O is a humanistic and poetic story of a fragile man trying to achieve a simple task where his main obstacle is within himself.