Hér er á ferðinni ný endurgerð sænskrar kvikmyndar frá 1954 í leikstjórn Arne Mattsson.
Myndin er byggð á samnefndu skáldverki nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og fjallar um uppvöxt Sölku Völku í íslensku sjávarplássi þar sem fátækt og basl ræður ríkjum.
Sænska kvikmyndasafnið gerði myndina upp en Kvikmyndasafnið gerir hér nýtt sýningareintak með upprunalegu hljóðrásinni sem gerð var fyrir íslenska áhorfendur en þar fer Laxness sjálfur með lokaorð myndarinnar.
Hér fá gestir Bíóteksins því tækifæri til að sjá myndina í bestu mögulegu gæðum og auk þess með íslenskum texta.
Sýnd sunnudaginn 8. desember kl 15:00.