Laws of Love: Innocently Outlawed!

Ný stórmerkileg stafræn endurgerð frá kvikmyndasafninu í München eftir Magnus Hirschfeld. Hann var þýskur vísindamaður og kynjafræðingur og stofnaði meðal annars fyrstu samtök í heimi árið 1897 sem börðust fyrir réttindum hinsegin fólks.

Árið 1919 kom út þögul kvikmynd sem Hirschfeld fjármagnaði, skrifaði og lék í sem heitir Anders als die anderen og er ein fyrsta leikna kvikmynd sögunnar þar sem fjallað er um málefni samkynhneigðra af hluttekningu og samkennd. Kvikmyndin Gesetze der Liebe er bæði heimildamynd og leikin mynd. í fyrri hlutanum sjáum við vísindalega nálgun dr. Hirschfeld á hinseginleikann og kynlíf.

Seinni hluti myndarinnar er síðan endurklippt útgáfa af leiknu myndinni Anders als die anderen. Kvikmyndin telst stórkostlegt brautryðjandaverk á heimsvísu en var því miður afar langt á undan sinni samtíð.

Sunnudagurinn 8. desember kl 19:30.

Sýningatímar


  • Leikstjórn: Magnus Hirschfeld, Richard Oswald
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk: Magnus Hirschfeld, Conrad Veidt, Reinhold Schünzel, Fritz Schulz, Leo Connard
  • Lengd: 110 mín
  • Tungumál: Mute
  • Texti:
  • Tegund:Documentary
  • Framleiðsluár: 1927
  • Upprunaland: Þýskaland