Kata, litla lirfan ljóta, lendir í ýmsum ævintýrum í garðinum sínum. Þar mætir hún leiðinlegri bjöllu, vinalegum ormi, suðandi býflugu, gamalli könguló og þresti sem ætlar að gefa ungunum sínum hana í morgunverð!
Tölvuteiknuð mynd frá árinu 2002 í kvikmyndastjórn Gunnars Karlssonar. Myndin hefur hlotið lof bæði innanlands sem utan og hlaut myndin Edduna í flokki stuttmynda árið 2002.