Franska Kvikmyndahátíðin 2025

Max et les ferrailleurs

Bíótekið á Franskri kvikmyndahátíð! 

Það verður franskur fókus í Bíótekinu þann 19. janúar og fyrst á dagskrá verður Max et les ferrailleurs (1971)

Dramatísk spennumynd í leikstjórn Claude Sautet sem skartar kvikmyndastjörnunum Michel Piccoli og Romy Schneider í aðalhlutverkum. Sagan hverfist um áhugalausan og svekktan einkaspæjara sem gengur ekkert að handsama glæpamenn. Til að endurheimta æru sína ákveður hann að taka málin í sínar hendur og platar hóp smáglæpamanna til að fremja bankarán í þeim tilgangi að handsama þá.

Vafasamt siðferði þeirra sem brjóta lögin og hinna sem eiga að sjá til þess að þeim sé framfylgt, kryddað spennu og næmni, gerir það að verkum að hér er á ferðinni framúrskarandi kvikmynd eftir verðlaunaðan og eftirtektarverðan leikstjóra.

English

A detective decides to go undercover and set up a group of robbers, but he may be getting too caught up in the task at hand.

Bíótekið has a french focus, January 19th 2025 in cooperation with the French Film Festival in Iceland.

Sýningatímar

  • Sun 19.Jan

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 6 ára

  • Leikstjórn: Claude Sautet
  • Handrit: Claude Sautet, Claude Néron, Jean-Loup Dabadie
  • Aðalhlutverk: Michel Piccoli, Danielle Durou, Alain Belart
  • Lengd: 112 mín
  • Tungumál: Français
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Crime, Romance
  • Framleiðsluár: 1971
  • Upprunaland: Frakkland, Ítalía