Nótt eina á ferðalagi um sveitir Frakklands, vaknar hinn ungi Allan Gray upp við við að gamall maður stendur inni í herberginu hans og skilur eftir pakka með áletruninni „opnist eftir dauða minn.“
Í pakkanum leynist dularfull bók um djöfla sem kallast vampírur og á hann taka að sækja óútskýrðfyrirbæri.
Myndin er fyrsta hljóðmynd hins danska kvikmyndameistara Carls Th. Dreyer og tekur áhinu dulræna og hræðilega á ljóðrænan máta.
Dreyer átti í tæknilegum erfiðleikum með hljóðupptökur við gerð myndarinnar en tókst þó að beisla hljóðrásina til að skapa andrúmsloft óttasem á engan sinn líka þótt hann sleppi ekki alveg tökum á stíl þöglu myndanna.*Sérstakur viðburður