Frumsýning og kvöldstund með ... Ásdísi Thoroddsen að lokinni frumsýningu heimildamyndarinnar frá Ómi til hljóms þriðjudaginn 4. nóvember kl 19:00.
Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaður, stýrir kvöldstundinni.
Sveinn Þórarinsson amtskrifari (1821-1868) hélt dagbók frá unglingsaldri þar til hann lést. Dagbókarfærslur hans, sem lúta að tónlist eru leiðarstef í kvikmyndinni „Frá ómi til hljóms,“ sem fjallar um breytinguna sem varð í íslensku tónlistarlífi á 19. öld þegar ný hljóðfæri, nýjar tóntegundir og sönglög bárust frá meginlandinu.
Myndin var frumsýnd á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fyrr á árinu.